Rafn Jónsson fæddist í Dalasýslu 11. ágúst, 1833. Dáinn í Gimli 11. ágúst, 1904.
Maki: 1) Ingibjörg Þorvaldsdóttir f. 25. október, 1858. Þau skildu á Íslandi. 2) 1873 í Parry Sound Rósa Jónsdóttir f. 8. janúar, 1848, d. á Betel í Gimli 27. júlí, 1930.
Börn: 1. Hólmfríður f. 27. september, 1870, d. 14. nóvember, 1876 í bólusótt í Nýja Íslandi 2. Pétur Friðhólm f. í Gimli 9. janúar, 1878 3. Þórdís Anna f. 31. maí, 1879 4. Valdimar f. 1888 5. Guðrún Sigurlína f. 2. desember, 1891.
Rósa og Rafn fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1873 og fóru til Parry Sound. Þar vann Rafn við skógarhögg og í sögunarmyllu en árið 1875 fluttu þau með fyrsta hópnum til Nýja Íslands og settust að í Víðirnesbyggð. Erfiðleikar fyrstu árin í nýrri, íslenskri byggð, varð mörgum um megn og fluttu þau þaðan til Winnipeg haustið 1879. Þau sneru aftur til Nýja Íslands og settust að í Fljótsbyggð árið 1885 og í janúar, 1888 voru þau sest að í Ísafoldarbyggð.
