Júlíana Jósafatsdóttir

ID: 5538
Fæðingarár : 1828
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Júlíana Jósafatsdóttir fæddist 21. júní, 1828 í Húnavatnssýslu.

Maki: Ásgrímur Hallsson d. á Íslandi árið 1864.

Börn: Fyrir hjónaband;  Júlínus Jónason f. 1851. Með Ásgrími átti hún tíu börn, þrjú fóru vestur um haf: 1. Ásgrímur f. 1855 2. Jósafat f. 1856 3. Helga María f. 1857.

Júlíana flutti vestur ekkja árið 1888 með Jósafat, syni sínum og konu hans, Sigurborgu Þorsteinsdóttur. Hún tók með sér sonarson sinn, Guðmund Júníusson, átta ára. Þau fóru til Duluth og í manntali árið 1895 búa systkinin þrjú, Ásgrímur, Jósafat og Helga María saman þar í borg. Ásgrímur og kona hans, Sigríður Jónsdóttir fóru vestur árið 1891.