Kristjana Jónsdóttir

ID: 19591
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Aftast standa Ragnar, Jón, Árni og Kjartan. Fyrir framan þá er Kristjana, Jórunn vinnukona í Lundar og Haraldur. Sitjandi Tómas, Björn, Jónína, Margrét og Kristófer. Myndin tekin í Lundar árið 1918. Albert var fjarverandi í kanadíska hernum.

Kristjana Jónsdóttir fæddist 18. júlí, 1856 í Dalasýslu. Eyolfson vestra.

Maki: Þorsteinn Eyjólfsson f. í S. Múlasýslu árið 1855,, d. í Lundar árið 1914.

Börn: 1. Ragnar Eyjólfur f. 1891, d. 1965 2. Jón Friðrik (John Frederick) f. 13. febrúar, 1893, d. 11. mars, 1952 3. Tómas (Thomas) f. 1895, d. 1921 4. Albert f. 1896, d. 1953 5. Kjartan f. 1898, d. 1963 6. Árni f. 1900, d. 1982 7. Björn (Barney) f. 1902, d. 1974 8. Kristófer (Christopher) f. 1904, d. 1929 9. Margrét f. 1906 10. Haraldur (Haroldur) f. 1909, d. 1955 11. Jónína (Joan) f. 1913, d. 1983.

Kristjana flutti vestur til N. Dakota eftir 1890. Þar í Akrabyggð hófu þau Þorsteinn búskap og bjuggu meðan Þorsteinn lifði. Kristjana flutti með barnahópinn til Lundar og var þar til ársins 1919. Þá tók hún lest með yngstu börnin vestur að Kyrrahafi og settist að í Oslandbyggð. Þar voru þá elstu synir hennar sestir að.