Hannes Hannesson fæddist 2. febrúar, 1870 í Húnavatnssýslu. Dáinn 22. október, 1926 í Manitoba. Hannes H Johnson vestra.
Maki: Margrét Halldórsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1872.
Börn: 1. Stefán Eyþór 2. Magnús Leo 3. Halldór Louis Sigurður 4. Hannes Clarence 5. Jóhanna Sigurbjörg 6. Ingibjörg Margrét 7. Halldóra María (fósturdóttir). Foreldrar hennar voru Haraldur D Jónasson og Jónína Sigurveig.
Hannes fór vestur til Ontario í Kanada með foreldrum sínum árið 1874. Þau voru í Kinmount fyrsta veturinn en fóru þaðan til Marklands í Nýja Skotlandi. Fluttu þaðan til Winnipeg og dvöldu þar um tíma en fóru síðan til N. Dakota. Þar ólst Hannes upp en flutti í Argylebyggð árið 1890, keypti þar land og hóf búskap. Bjó þar til ársins 1916, þá brá hann búi og flutti til Glenboro. Margrét fór vestur með foreldrum sínum, Halldóri Árnasyni og Jóhönnu Sigurlaugu Jónsdóttur, árið 1883 til Winnipeg í Manitoba og þaðan áfram til N. Dakota. Fóru þaðan árið 1890 í Argylebyggð.
