ID: 19596
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Manitoba
Lilja Jensdóttir fæddist í Strathclair í Manitoba árið 1891. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan 17. apríl, 1912. Laxdal vestra
Ógift og barnlaus.
Lilja var dóttir Jens Egilssonar og Guðfríðar Guðmundsdóttur, sem vestur fluttu 1888 úr Dalasýslu með börn sín tvö, Egil og Margréti. Dalamenn II segir Lilju fædda 30. nóvember, 1885 en frænka hennar og nafna, Lila Egilsdóttir (Lily Hildebrand) dóttir Egils Jenssonar, segir í byggðasögu Vatnabyggða, Reflections by the Quills að hún sé fædd 1891 og þá bjó fjölskyldan í Manitoba. Hún segir réttilega að Jens og Guðfríður hafi farið vestur árið 1888 með Egil og Margréti. Sama segir Vesturfaraskrá bls.180. Lilja bjó hjá foreldrum sínum alla tíð, dó á heimili þeirra skammt frá Dafoe í Vatnabyggð.
