Guðrún Andrésdóttir fæddist árið 1854 í Húnavatnssýslu. Salomon vestra.
Maki: 1) Björn Stefánsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1856. Dáinn í Winnipeg 1890. 2) Sigfús Jónasson f. 1856, Sigfús Salomon vestra. Dáinn á Point Roberts árið 1919.
Börn: Með Birni: 1. Jón f. 1886 2. Guðrún Júlía f. 1891. Guðrún og Björn eignuðust stúlku sem dó ung.
Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1887 og þar lést Björn. Ekki blés byrlega þarna í Winnipeg fyrir Guðrúnu, einstæða móður en hún þraukaði. Árið 1894 flutti hún vestur að hafi og settist að í Seattle. Þar kynntist hún Sigfúsim hann var sonur Jónasar Kortssonar og Margrétar Sveinsdóttur, landnema í N. Dakota. Þau gengu í hjónaband og árið 1897 fóru þau á Point Roberts tangann og komu sér vel fyrir á 40 ekrum lands. Guðrún bjó síðustu ár sín hjá Jóni, syni sínum og fjölskyldu hans.
