Jón Björnsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1886. Salomon vestra.
Maki: Sigríður Sigurlaug Þorsteinsdóttir f. 17. september, 1899. Sigurlaug Lindal vestra.
Börn: 1. Theodor Andrew Francis f. 1910 2. Þorsteinn f. 1912 3. Sigríður Juanita Dagný f. 1913 4. Júlía Lára Beatrice f. 1915 5. John Wallace Coffin f. 1918 6. Kristín Fríða Margrét f. 1921 7. Ruth Lawretta Sigurlaug f. 1924.
Jón var sonur Björns Stefánssonar og Guðrúnar Andrésdóttur sem vestur fluttu árið 1887. Þau settust að í Winnipeg þar sem Björn lést eftir fáein ár. Guðrún flutti með börn sín vestur til Seattle, giftist þar Sigfúsi Salomon Jónassyni. Jón gekk í bandaríska sjóherinn 16 ára og gengdi herskyldu í þrjú ár. Sigurlaug var dóttir Þorsteins Þorsteinssonar Líndal og Sigríðar Bjarnadóttur. Þau bjuggu fyrst í N. Dakota, svo í Þingvallabyggð í Saskatchewan, þá Selkirk og loks vestur í Blaine. Jón og Sigurlaug settust að á Point Roberts, stunduðu þar búskap, auk þess vann Jón á sumrin hjá niðursuðuverksmiðjunni Alaska Packers Association. Seinna var hann verslunarstjóri G. & B. niðursuðufélagsins.
