ID: 19602
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1916
Margrét Guðmundsdóttir fæddist 9. febrúar, 1859 í Dalasýslu. Dáin 19. ágúst, 1916 í Duluth í Minnesota.
Maki: Kristján Gunnarsson f. í Borgarfjarðarsýslu 17. júlí, 1858, d. í Minnesota 18. maí, 1949. Chris Gunderson vestra.
Börn: 1. Kristín (Christine) f. árið 1887, d. úr spönsku veikinni árið 1918 2. Hjálmar f. 1889 3. Björn (Byron) Guðbrandur f. 13. júlí, 1891 í Duluth 4. Leon Einar f. 17. ágúst, 1893 í Duluth.
Þau fluttu til Vesturheims árið 1887 og voru sest að í Duluth í Minnesota árið 1891. Þar var Kristján með mjólkurbú og var skráður til heimilis að 6403 Wadena St. í manntali 1895. Í manntali 1910 er hann skráður kaupmaður en 1930 er hann búsettur hjá Birni, syni sínum í Hermantown, nú úthverfi í Duluth.
