Sigmundur Stefánsson

ID: 5833
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Sigmundur Stefánsson  fæddist í Húnavatnssýslu árið 1855.

Maki: María Guðmundsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1857

Börn: 1: Haraldur  f. 1884  2. Róbert f. 1885 3. Rögnvaldur (Walter) f. 12. júlí, 1887 4. Elísabet f. 1889 5. Harria Margrét f. 21. maí, 1892 6. Jónas f. 1895

Sigmundur og María fóru til Minnesota í Bandaríkjunum árið 1883 og settust að í Duluth. Hann kom sér vel fyrir í bænum þar sem þau bjuggu í 18 ár.  Fluttu þaðan til Selkirk í Manitoba árið 1901 en námu svo land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1908.  Þar bjó þá Sigurður Hákonarson sem kom vestur úr Húnvatnssýslu árið 1887, 68 ára að aldri. Sigmundur fékk í arf land gamla mannsins þar í byggð svo og aðrar eignir.