Vilhelmína Jónatansdóttir fæddist í Húnavatnssýslu árið 1872. Dáin í Morden árið 1918.
Maki: 1893 í Grafton, ND Andrew Nicklin, skoskur f. 1868 í Edinburg í N. Dakota d. í Saskatchewan árið 1933.
Börn: 1. Joseph f. 1894 2. Mary f. 1896 3. Jonathan f. 1898 4. George f. 1900 5. Jean f. 1902 6. Pearl f. 1904 7. James f. 1906 8. Helgi Wilburn (Bill) f. 1909 9. Ingibjörg (Emma) f. 1912 10. Edgar 11. Andrew.
Vilhelmína fór vestur árið 1887 til Winnipeg með foreldrum sínum, Jónatani Jónatanssyni og Ingibjörgu S. Benediktsdóttur sem settust að í Garðarbyggð. Vilhelmína og Andrew hófu búskap í N. Dakota en eftir aldamótin fluttu þau norður í Crystal City í Manitoba. Bjuggu fáein ár í Cartwright áður en þau settust að í Brownbyggð. Þar leigðu þau land en 1913 fluttu þau í Morden.
