Kristinn Þorsteinsson

ID: 19677
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla

Þorsteinn Kristinn Þorsteinsson fæddist í Reykjavík árið 1889. Kristinn Þorsteinsson Oliver vestra.

Maki: Guttormína Kristín Stefánsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1891.

Börn: sonur, upplýsingar vantar.

Kristinn flutti vestur árið 1902 með foreldrum sínum Þorsteini Þorsteinssyni og Vilborgu Jónsdóttur. Þau voru fyrst í Westbourne í Manitoba, síðan í Vatnabyggðum í Saskatchewan en enduðu árið 1915 á Red Deer Point í Manitoba. Þar nam Kristinn land og bjó á því fáein ár, stundað bæði landbúnað og fiskveiðar. Seldi landið og settist að í Winnipegosis þar sem hann kvæntist. Þau hjón fluttu til Winnipeg þar sem Kristinn vann við trésmíðar. Guttormína fór vestur árið 1903 með móður sinni Guðnýju Guðmundsdóttur en systir hennar, Ingiríður fór vestur árið áður. Hún giftist Þorsteini, föður Kristins í Winnipegosis.