ID: 19692
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1959
Gunnar Júlíus Guðmundsson fæddist árið 1875 í Gullbringusýslu. Dáinn í Vatnabyggð árið 1959.
Maki: Kristín Þórðardóttir fæddist í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1884, d. í Vatnabyggð árið 1972.
Börn: Haraldur f. 1910, d. 1937.
Gunnar flutti vestur fyrir aldamótin og fór í íslensku byggðina í N. Dakota. Þar kynntist hann Kristínu og fluttu þau til Winnipegosis og bjuggu þar nokkur ár. Fóru þaðan í Vatnabyggð í Saskatchewan og settust að við Wynyard.
