Magdalena Jónatansdóttir

ID: 19717
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1911

Magdalena Jónatansdóttir fæddist í Dalasýslu árið 1866. Dáin í Nýja Íslandi 3. apríl, 1911.

Maki: 1907 Guðmundur Magnús Jónsson f. 29. maí, 1873 í Húnavatnssýslu, d. 26. október, 1952 í Nýja Íslandi.

Barnlaus.

Það er óljóst hvaða ár Magdalena fór vestur. Guðmundur Magnús fór árið 1900 frá Búrfelli í Húnavatnssýslu samferða Jóhannesi Péturssyni og konu hans, Salóme Jónatansdóttur. Það er því líklegt að Magdalena hafi slegist í hópinn og farið með þeim til Winnipeg. Guðmundur var fyrsta árið í N. Dakota en flutti þaðan norður í Geysirbyggð 1901. Þangað fór Jóhannes með sína fjölskyldu árið 1906. Séra Jón Bjarnason gaf Guðmund og Magdalenu saman í hjónaband í byggðinni og bjuggu þau þar.