Stefán Brynjólfsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1840. Dáinn í Sheridan í Oregon fyrir 1914.
Maki: 1) Guðrún Guðmundsdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1830, d. 1875 í Marklandi í Nova Scotia. 2) Helga Erlendsdóttir f.1850 í S. Múlasýslu, d. 1918 í Portland, Oregon.
Börn: Sigríður Ingibjörg f. í Húnavatnssýslu árið 1864, d. 1875 í Marklandi. Helga eignaðist dóttur, Jónínu Jónsdóttur í Marklandi árið 1875. Stefán og Helga fóstruðu dreng, Pál Björnsson.
Þau fluttu vestur til Kinmount í Ontario árið 1874. Með þeim var fósturdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir f. 1858. Þaðan lá leið þeirra í Markland í Nova Scotia þar sem Stefán bjó til ársins 1881, flutti þá til Minnesota, dvaldi þar stutt því hann fór norður til Winnipeg þar sem hann bjó til ársins 1883. Þá nam Stefán land í Garðarbyggð í N. Dakota og bjó þar allmörg ár en endaði í Oregon á vesturströndinni.
