Sigurbjörg S Ólafsdóttir

ID: 6091
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Sigurbjörg Soffía Ólafsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 14. nóvember, 1874.

Maki: 19. maí, 1891 Edward Lárus Adolph Bernhöft f. í Reykjavík 16. ágúst, 1866, d. í Hensel í N. Dakota 8. janúar, 1934.

Börn: 1. Ólafur Björn f. 13. september, 1892 2. Wilhelm George Theodore f. 2. desember, 1894 3. Louis Ingimar Francisco f. 8. september, 1896, d. 13. nóvember, 1959 4. Jóhann Edward Ferdinand f. 16. febrúar, 1899, d. 21. janúar, 1961 5. Alfred Soffonias Franklin f. 8. júní, 1901 6. Guðrún Ann Sigríður Lillian f. 1. janúar, 1904 7. Guðmundur Kristján Conrad f. 26. september, 1906 8. Brynjólfur Skafti Sigurður f. 26. nóvember, 1907 9. Guðný Kristjana Mabel f. 9. maí, 1909 10. Magnea Sigríður Dýrleif f. 11. september, 1911 11. Jóhanna Lucinda María f. 7. júní, 1912 12. Magnús Brynjólfur f. 1. ágúst, 1914 13. Ottó Lawrence f. 11. nóvember, 1916 14. Leonard Alvin f. 24. janúar, 1917 15. Orville Theodore Clinton f. 27. nóvember, 1918.

Sigurbjörg var dóttir Ólafs Björns Brynjólfssonar sem flutti vestur til Kanada áður en Sigurbjörg fæddist. Hún flutti til Kanada árið 1876 með móður sinni, Guðrúnu Kristjánsdóttur og settust þær að í Nýja Íslandi. Þar giftist Guðrún Guðmundi Guðmundssyni Norðmann árið 1877 og flutti með honum í Argylebyggð árið 1881. Þar lést Guðrún árið 1887 en Sigurbjörg bjó áfram hjá fósturföður sínum. Edward Lárus var danskrar ættar, vann ungur verslunarstörf í Reykjavík og fór í verslunarnám til Kaupmannahafnar. Þaðan fór hann vestur til Kanada árið 1890 og settist að í Argylebyggð í Manitoba, skammt frá Glenboro. Þaðan fluttu þau nýgift suður í N. Dakota þar sem Edward keypti seinna land í Hensel og þar bjuggu þau alla tíð.

Mynd Well Connected