Ragnheiður Vigfúsdóttir

ID: 19743
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Kjósarsýsla
Dánarár : 1941

Ragnheiður Vigfúsdóttir fæddist 21. janúar, 1854 í Kjósarsýslu. Dáin í Tantallon í Saskatchewan 3. maí, 1941. Johnson vestra.

Maki: Jón Jónsson f. 23. ágúst, 1852 í Gullbringusýslu, d. 31. mars,1889, fórst með hákarla- veiðskipinu „ Reykjavík“.

Börn: 1. Oddur f. 1870, d. 1934, fór ekki vestur 2. Anna f. 1881, d. 1958 3. Sigurgeir f. 1882, fór ekki vestur 4. Guðmundur Júlíus f. 1885, d. 1969 5. Jón f. 1887, d. 1913 6. Jón Kristján f. 1889, d. 1976.

 Ragnheiður flutti til Kanada árið 1909 og þá voru í för með henni tveir yngstu synir hennar, Jón og Jón Kristján. Þau eru sögð hafa siglt með „Grampian“ frá Glasgow og komið til Port of Quebec þann 10. maí og settust fljótlega að í Tantallon í Saskatchewan. Jón sneri reyndar til baka 1911 og fórst á sjó við Vestmannaeyjar 1913. Áður höfðu tvö barna Ragnheiðar flust vestur um haf, Guðmundur Júlíus árið 1893 og síðar dóttirin Anna, óvíst hvenær en er skráð í hjónaband þar vestra 1903. Til fróðleiks má geta þess að Anna skírði son sinn Otto Wathne en það hefur hún væntanlea gert í virðingar- og þakkarskyni við Guðrúnu Jónsdóttur föðursystur sína sem var gift athafnamanninum á Seyðisfirði en þau hjón voru barnlaus. *

*Upplýsingar að ofan komu frá Þórði Jónssyni, Ragnheiður var langamma hans.