
Jóhannes Gíslason Mynd Einkasafn
Jóhannes Gíslason fæddist í Húnavastnssýslu 18. mars, 1857. Dáinn í Manitoba árið 1923. Gillies.
Maki: Ólína Guðrún Guðmundsdóttir f. í Strandasýslu 17. september, 1867. Dáin í Manitoba 21. nóvember, 1910.
Maki: Jóhannes Gíslason f. í Húnavastnssýslu 18. mars, 1857, d. í Manitoba árið 1923. Gillies.
Börn: 1. Elísabet Helga f. 8. febrúar, 1885, d. 2. ágúst, 1885 2. Kapitóla Klara (Capitola Clara) f. 13. september, 1886, d. 18. september, 1886 3. Archibald Armstrong f. 7. ágúst, 1888 4. Victor (Wictor) f. 1890 5. Frank f. 1892 6. Hekla f. 1895 7. Gestur Leonard f. 17. ágúst, 1900.
Jóhannes fór vestur til Manitoba árið 1876 og var fyrst um sinn í Winnipeg. Flutti seinna í Argylebyggð þar sem hann kvæntist Ólínu. Hún fór vestur til Manitoba árið 1878 með foreldrum sínum, Guðmundi Magnússyni og Helgu Jónsdóttur. Þau settust að í Argylebyggð. Jóhannes og Ólína hófu búskap í Hólabyggð, voru seinna nærri Cypress River og loks nálægt Vita í suðvesturhorni fylkisins.
