Halldór Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1836. Dáinn í Nýja Íslandi 30. apríl, 1912.
Maki: 1. október, 1859 Ingibjörg Jónatansdóttir f. 1838, d. 1922.
Börn: 1. Páll f. í Eyjafirði árið 1858, d. 1938. Hann fór vestur árið 1894 2. Margrét f. 1860 í Skagafirði, d. í Bresku Kolumbíu árið 1943. Hún fór vestur árið 1885 3. Baldvin f. í Skagafirði 1863, d. 1934. Hann fór vestur árið 1894. 4. Þorbergur f. í Skagafirði árið 1865, d. í Gimli árið 1944. Fór vestur árið 1900 5. Halldór f. í Húnavatnssýslu árið 1868, d. 1933 í Manitoba. Fór vestur 1899. 6. Indíana f. 1870, d. 1938 7. Jóhann f. 1872, d. 1932 8. Jón f. 1875, d. 1943 í Winnipeg 9. Jón f. í Quebec City 1876, dó sama ár í Nýja Íslandi 10. Steingrímur Tryggvi f. í Fljótsbyggð í N. Íslandi árið 1877, d. í Víðirbyggð 1926. 11. María Þóra f. 1880, d. 1940 12. Tístran.
Halldór og Ingibjörg fóru vestur til Manitoba árið 1876 með Indíönu og Jóhann. Hin börn þeirra fædd á Íslandi fluttu vestur til þeirra seinna. Þau settust að í Nýja Íslandi og námu land í Fljótsbyggð. Þar hét Halldórsstaðir. Nam einnig land í Geysirbyggð.
