ID: 6134
Fæðingarár : 1851
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Ragúel Jóhannsson Mynd VÍÆ IV
Ragúel Jóhannsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1851.
Maki: Hansína Soffía Guðmundsdóttir f. 1858 í Húnavatnssýslu
Börn: Sigrós f. 1877, fósturbarn.
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Þaðan fóru þau til N. Dakota og settust að í Garðarbyggð þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Þá fluttu þau í smábæinn Grafton þar sem Ragúel vann við húsbyggingar. Voru þar fram yfir aldamótin en 1904 fluttu þau norður í Vatnabyggð í Saskatchewan og tóku land við Mozart.
