Ólafur B Brynjólfsson

ID: 6149
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1921

Ólafur Björn Brynjólfsson fæddist í Húnavatnssýslu 25. ágúst, 1857. Dáinn í N. Dakota 10. maí, 1921.

Maki: 7. apríl, 1897 Ida Kitzman af þýskum ættum.

Börn: Þau áttu fimm börn en Ólafur átti Sigurbjörgu Soffíu f. 14. nóvember, 1874 með Guðrúnu Kristjánsdóttur.

Ólafur fór vestur til Kanada árið 1874 með foreldrum sínum, Brynjólfi Brynjólfssyni og Þórunni Ólafsdóttur og systkinum. Þau settust að í Vatnsdal í Marklandi í Nova Scotia og bjuggu þar til ársins 1881. Þaðan lá leið fjölskyldunnar til Duluth í Minnesota og árið 1882 til Mountain í N. Dakota. Um 1886 settist Ólafur að í Willow City vestur af Mountain þar sem hann opnaði verslun og rak alla ævi.