ID: 19759
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Narrows

Emma Jónsdóttir Mynd VÍÆ III
Emma Jóhanna Elín Jónsdóttir fæddist í Narrows 8. júlí, 1891.
Ógift og barnlaus.
Emma, tvíburasystir Annie Þórdísar, var dóttir Jóns Sigurðssonar og Pálínu Þórðardóttur sem vestur fluttu árið 1888. Þau settust að í Narrows og þar óx Emma úr grasi. Hún lauk miðskólanámi í Stonewell í Manitoba og kennaraprófi frá Manitoba Normal School árið 1918. Kenndi í 25 ár í Eriksdale, 7 í Arborg, 8 í Morden og loks 10 í Winnipeg.
