Hermann Jónsson

ID: 19760
Fæðingarár : 1897
Fæðingarstaður : Narrows

Hermann Jónsson Mynd VÍÆ III

Helga Eiríksdóttir Mynd VÍÆ III

Hermann Jónsson fæddist í Narrows 6. desember, 1897. Sigurdson vestra.

Maki: 1918 Helga Eiríksdóttir f. í Saskatchewan, upplýsingar vantar.

Börn: 1. Elizabeth Evelyn f. í Eriksdale 16. júní, 1919 2. Annie Margaret Emma f. í Churchbridge, Saskatchewan 10. júli, 1922 3. Kathleen Pearl f. í Churchbridge 16. apríl, 1926 4. Hazel Merle f. í Chruchbridge 16. apríl, 1926, tvíburi 5. Herbert Ralph f. í Churchbridge 22. júní, 1927.

Hermann var sonur Jóns Sigurðssonar og Pálínu Þórðardóttur sem vestur fluttu árið 1888. Hann ólst upp hjá þeim í Narrows í Manitoba og flutti með til Eriksdale árið 1910. Hann var smiður og vélamaður. Fjölskyldan flutti til Churchbridge í Saskatchewan árið 1916. Þar kynntist hann Helgu, dóttur Eiríks Bjarnasonar og konu hans, Oddnýju Magnúsdóttur sem vestur fluttu árið 1888.