ID: 6207
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Jóhannes Halldórsson Húnfjörð Mynd Almanak 1939
Jóhannes Halldórsson Húnfjörð fæddist í Húnavatnssýslu 10.maí, 1884. Joe Hunfjord vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann flutti vestur til Winnipeg árið 1900, samferða foreldrum sínum, Halldóri Sæmundssyni og Guðrúnu Illugadóttur. Foreldrar hans settust að í Nýja Íslandi en hann fór í Brownbyggð. Þar var hann við vinnu á annað ár, fór þá til foreldra sinna í Nýja Íslandi og bjó hjá þeim næstu fimm árin. Sneri þaðan aftur í Brownbyggð og bjó þar eftir það. Hann orti eitthvað og skrifaði landnáms-þætti Brownbyggðarinnar sem birtust í Almanakinu.
