
Sigurlína Benediktsdóttir Mynd VÍÆ III
Sigurlína Benediktsdóttir fæddist í Pembina, N. Dakota 8. maí, 1883. Dáin í Alberta 25. október, 1944. Bardal áður en hún giftist.
Maki: 7. desember, 1905 Baldur Stefánsson f. 25. september, 1879 í Shawano í Michigan, d. í Alberta 13. júní, 1949. Baldur Stephanson vestra.
Börn: 1. Stephan f. 26. júlí, 1906 2. Hrefna f. 7. ágúst, 1907 3. Cecil Benedikt f. 1. apríl, 1908 4. Jakobína f. 24. júní, 1911.
Sigurlína var dóttir Benedikts Jónssonar og Sesselju Pálsdóttur. Faðir Sigurlínu og móðir Baldurs voru systkini, börn Jóns Jónssonar í Mýri í Bárðardal. Hún flutti til Alberta um líkt leyti og Baldur. Hann var sonur Stephans G. Stephanssonar skálds og konu hans Helgu Jónsdóttur. Hann ólst upp í Garðarbyggð hjá foreldrum sínum og systkinum og flutti með þeim vestur til Alberta árið 1890. Þar hóf hann búskap árið 1905 og stundaði hann til dauðadags.
