ID: 6306
Fæðingarár : 1874
Dánarár : 1948
Ingjaldur Kristófer Ingjaldsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1874. Dáinn í Ontario 28. maí, 1948. Christopher Ingjaldsson vestra.
Maki: Guðmundína Jóhannsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1871.
Börn: upplýsingar vantar.
Ingjaldur fór til Vesturheims árið 1888, með móður sinni, Þóru Kristófersdóttur og systkinum. Faðir hans, Ingjaldur fór vestur árið áður og beið fjölskyldunnar í Winnipeg. Þar lærði Ingjaldur gull-og úrsmíði, settist að í Selkirk en sneri aftur til Winnipeg árið 1891. Guðmundína fór til Winnipeg árið 1887 með móður sinni, Helgu Pálsdóttur.
