
Guðmundur Stefánsson Mynd VÍÆ III
Guðmundur Stefánsson fæddist í Garðarbyggð í N. Dakota 9. desember, 1881. Dáinn í Red Deer í Alberta 4. mars, 1947. Gudmundur Stephanson vestra.
Maki: 4. janúar, 1905 Regína Jónsdóttir f. 27. ágúst, 1883 í Garðarbyggð, d. 7. maí, 1958 í Red Deer. Regina Jónsdóttir Strong vestra.
Börn: 1. Helga Sigurlaug f. 25. nóvember, 1906 2. Stefán Jón f. 13. ágúst, 1908 3. Guðbjörg Florence f. 10. ágúst, 1910 4. Rósa Ethel f. 2. janúar, 1912 5. Ármann Edwin f. 14. desember, 1913 6. Svava Emelie f. 4. júlí, 1916 7. Wilfred Guðmundur f. 10. ágúst, 1919 8. Haraldur Lorne f. 7. febrúar, 1923.
Guðmundur óx úr grasi í Garðarbyggð en flutti vestur til Alberta árið 1889 með foreldrum sínum, Stefáni Guðmundssyni (Stephan G Stephanson) og Helgu Jónsóttur. Þau bjuggu nálægt Markerville og þar í þorpinu rak Guðmundur verslun með Jóni Benediktssyni 1909-1926. Hann seldi sinn hlut, flutti til Innisfail þar sem hann vann við flutninga en rak um leið kjötmarkað. Árið 1933 settut þau að í Red Deer og vann Guðmundur þar einkum við smíðar.
