
Helga situr fyrir framan föður sinn, Arnór Árnason og dætur Margrétar af fyrra hjónabandi standa fyrir aftan hana, þær Guðrún og Kristín. Mynd WtW
Margrét Jónsdóttir fædd í Húnavatnssýslu 12. september, 1861. Dáin 24. júní, 1938 í Oak Point.
Maki: Maki 1) Guðmundur Bjarnason 2) 15. febrúar, 1890 í Manitoba Arnór Árnason fæddist í Ísafjarðarsýslu 23. september, 1868, d. 16. janúar, 1939.
Börn: Með Guðmundi 1. Kristín 2. Guðrún. Með Arnóri 1. Árni f. 16. ágúst, 1891, dó nokkurra mánaða gamall 2. Helga f. 6. febrúar 1895 í Chicago.
Margrét var dóttir Jóns Brandssonar, trésmiðs í Húnavatnssýslu og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Arnór var sonur Árna Böðvarssonar, prófasts og konu hans, Helgu Arnórsdóttur á Ísafirði. Arnór fór vestur til Manitoba árið 1887 en Margrét ári síðar og settist hún að í Brandon. Þau fluttu til Duluth 1890 og bjuggu þar í tvö ár, fóru þaðan til Chicago. Árið 1910 flytja þau til Winnipeg þar sem þau bjuggu fáein ár. Enduðu svo í Oak Point.
