Sigmundur Grímsson flutti úr Dalasýslu til Reykjavíkur á fyrsta áratug 20. aldar. Hann hóf nám í gullsmíði 24. maí, 1909 hjá Jóni Sigmundssyni sveitunga sínum úr Hvammssveit í Dalasýslu. Árið 1913 flutti Sigmundur, útlærður gullsmiður, vestur til Winnipeg í Manitoba, eflaust vongóður um starf í gullsmíði. Hann kynntist þar Kristjönu Stefánsdóttur, kvæntist henni árið 1921 og sama ár fluttu þau vestur til Vancouver. Fljótlega fékk hann vinnu við sitt hæfi og að því kom að hann var tilbúinn til að opna sitt eigið verkstæði og verslun. Frá 1944 rak hann fyrirtækið Grimson & Sons Ltd á 163 West Hastings St. í borginni. Þar framleiddi hann all kyns skartgripi úr gulli og sérstökum steinum (black hemetite) frá Alaska. Þessir steinar voru venjulega kallaðir Alaska Diamonds. Skartgripir Sigmundar nutu strax mikilla vinsælda í Kanada og Bandaríkjunum svo og á Bretlandseyjum.