Aldís I Thorlakson

ID: 19850
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Mountain

Aldís Inga Clara Þorsteinsdóttir fæddist í Mountain, Nd. 18. desember, 1887. Aldis Inga Clara Thorlakson og seinna Michaels vestra.

Maki: 11. ágúst, 1907 William Henry Granville Michaels f. 3. maí, 1880 í Iowa, d. 23. september, 1941 í Oklahoma.

Börn: 1. Granville Worthington f. í Oklahoma 18. mars, 1910 2. Richard Duane f. í Oklahoma 6. október, 1915 3. Morton Laxdal f. í Oklahoma 10. júlí, 1929.

Aldís var dóttir Þorsteins Þorlákssonar og Hlaðgerðar Grímsdóttur Laxdal, landnema í Þingvallabyggð í N.Dakota árið 1879. Hún lauk miðskóla- og tónlistarnámi í Winnipeg árið 1906. Kenndi píanóleik þar í borg og var á sama tíma organisti í Tjaldbúðarkirkju hjá séra Friðriki Bergmann, frænda sínum. William gekk í verslunarskóla og lærði bókhald. Hann varð deildarstjóri hjá First National Bank í Tulsa, Oklahoma.