Vilhjálmína Oddsdóttir

ID: 1749
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Reykjavík
Dánarár : 1964

Vilhjálmína Þórunn Oddsdóttir Mynd VÍÆ III

Vilhjálmína Þórunn Oddsdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars, 1872. Dáin í Manitoba 6. október, 1964.

Maki: 29. september, 1895 Kjartan Ísfeld Stefánsson f. í S. Þingeyjarsýslu 14. nóvember, 1871, drukknaði í Winnipegvatni 12. júní, 1906.

Börn: 1. Anna Rósa f. 21. júlí, 1898 2. Björg María f. árið 1900, d. sama ár 3. Björg Þórunn f. 20. janúar, 1902, d. 1956 4. Lilja María f. 22. janúar, 1904.

Vilhjálmína flutti vestur til Winnipeg árið 1894 með foreldrum sínum, séra Oddi V Gíslasyni og Önnu Vilhjálmsdóttur.  Kjartan fór vestur árið 1878 með sínum foreldrum, Stefáni Jónssyni og Björgu Kristjánsdóttur sem settust að í Mikley. Þar bjó Vilhjálmína með Kjartani þar til hann lést, þá flutti Þórunn með þrjár yngstu dætur sínar til Duluth í Minnesota. Þar kom nám Þórunnar í sænskum hannyrða- og saumaskóla henni vel því hún fékk gott starf við saumaskap. Bjó þar til ársins 1910, fór þaðan norður til Winnipeg. Kjartan var skipstjóri á Winnipegvatni.