Guðrún Sigurðardóttir

ID: 6522
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1836.

Maki: 1) Sigurður Jónatansson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1827, d. í Nýja Íslandi veturinn 1876-77. 2) Pétur Árnason f. 1832, d. 1910.

Börn: 1. Árni f. 1858, d. 1876 2. Þórunn María f.1861 d. 1876 3. Hafsteinn f. 19. júní, 1865.

Sigurður flutti vestur til Manitoba með fjölskyldu sína árið 1876. Hann nam land í Árnesbyggð og hófst strax handa við að reisa skýli fyrir fjölskylduna. Veiktist hann og lést eftir fáeina mánuði svo og tvö eldri börn hans. Guðrún og Hafsteinn höfðust við í tjaldi fyrsta veturinn. Guðrún bjó á landi sínu í níu ár, giftist aftur og bjó áfram í Nýja Íslandi. Ekkja í annað sinn flutti hún til Hafsteins, sonar síns og hans fjölskyldu í Keewatin í Ontario. Með þeim vestur fór Þórunn, systir Guðrúnar.