Hermann J Fjeldsted

ID: 19935
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1912
Fæðingarstaður : Manitoba

Hermann Jóhannes Fjelsted Mynd VÍÆ IV

Hermann Jóhannes Fjeldsted fæddist í Arborg í Manitoba 2. maí, 1912.

Maki: 5. september, 1953 Guðlaug Jónína Björnsdóttir f. í Framnesbyggð.

Börn: Jo-Ann Kathryn f. 2. júní, 1957.

Hermann var sonur Ásgeirs Þorbergssonar Fjeldsted í Arborg, Manitoba og Ingunnar Guðfinnu Kristjónsdóttur úr Hnausabyggð. Hann gekk í skóla í Arborg, fékk vinnu hjá Sigurdson-Thorvaldson Co. í Hnausabyggð þar sem hann vann til ársins 1943. Gekk það ár í kanadíska herinn og var skipaður birgðastjóri. Flutti nýkvæntur til Winnipeg og bjó þar.