ID: 19945
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1913

Thor B Fjelsted Mynd ACU
Thor Björgvin Fjelsted fæddist í Arborg 9. nóvember, 1913.
Ógiftur og barnlaus.
Thor var sonur Ásgeirs Þorbergssonar og Ingunnar G Kristjónsdóttur í Arborg, Manitoba. Þar gekk hann í skóla, byrjaði snemma að vinna fyrir sér hjá póstþjónustunni. Árið 1941 gekk hann í kanadíska flugherinn (R.C.A.F.), var við æfingar á ýmsum stöðum í Kanada áður en hann var sendur til Englands. Þar tilheyrði hann Bison Squadron, deild flughersins sem fór í ótal hættulegar flugferðir inn yfir óvinasvæði. Hlaut margs konar viðurkenningar í stríðslok. Fljótlega eftir heimkomuna flutti hann ásamt móður sinni, sem þá var ekkja, til Winnipeg. Bjó þar eftir það.
