
Grímur Júníus Magnússon og Lára Ósk Þorsteinsdóttir Mynd FaF
Grímur Júníus Magnússon fæddist í Gullbringusýslu 17. júní, 1895.
Maki: 1923 Lára Ósk Þorsteinsdóttir f. í Reykjavík 7. júlí, 1903.
Börn: 1. Jón Þórður 2. Þórunn Sigríður 3. Þorsteinn Ólafur.
Grímur var sonur Magnúsar Grímssonar og Sigríðar Jónsdóttur í Nýlendu. Hann var tekinn í fóstur af Þórði Einarssyni og Guðbjörgu Þorláksdóttur sem tóku hann með sér til Vesturheims árið 1900. Guðbjörg lifði ekki lengi í Vesturheimi svo Þórður kom drengnum í fóstur hjá Jóni Pálssyni og Agnesi Magnúsdóttur, landnema í Vatnsdal í Geysirbyggð. Þar var annað barn tekið í fóstur, Lára Ósk Þorsteinsdóttir. Grímur tók við búskap í Vatnsdal þar sem þau bjuggu. Bæði tóku mikinn þátt í félagsmálum í byggðinni, voru í Geysirsöfnuði og kenndi Lára í sunnudagaskólanum.
