ID: 6710
Fæðingarár : 1833
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Þorleifur Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1833.
Maki: Sigríður Þorbergsdóttir f. 1835 í Skagafjarðarsýslu.
Börn: 1. Kristín f. 1855 2. Guðrún f. 1858 3. Helga f. 1862 4. Sigríður f. 1864 5. Jóhann Bjarni f. 1867 6. Pétur Karl f. 1874 7. Jón f. 1878
Þorleifur og Sigríður fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1891 með syni sína Pétur Karl og Jón. Samferða þeim var dóttir þeirra Helga, hennar maður, Björn Þorbergsson og þeirra börn. Björn var bróðir Sigríðar, konu Þorleifs. Önnur börn Þorleifs fóru fyrr vestur. Þorleifur og Sigríður fluttu í Lögbergsbyggð í Saskatchewan.
