Hans Edward Moritz Halldórsson

Vesturfarar

Foreldrar Hans voru Halldór Friðriksson yfirkennari í Reykjavík og Caroline Charlotte Leopoldina danskrar ættar. Þórstína Þorleifsdóttir greinir frá lækninum í bók sinni ,,Saga Íslendinga í N. Dakota’‘. Þar segir:

,,Hann gekk í Reykjavíkurskóla haustið 1869 og útskrifaðist þaðan voruð 1874 með 1. einkunn. Fór þá um haustið til Khafnar og byrjaði læknisnám við háskólann. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1882 með 2. eink; var næsta ár á fæðingarstofunni. Dvaldi þrjú ár samfleytt á spítölum í Höfn. Haustið 1882 (?) var hann skipaður læknir í danska sjóliðinu og þjónaði hann því starfi í 2 ár. Árið 1883 gekk hann að eiga fröken Jóhönnu Birgittu Herazceh. Var faðir hennar vopnasmiður í Höfn. Systir hennar er gift próf. Finni Jónssyni. Þau hjón áttu þrjá syni og tvær dætur. Vorið 1892 fluttist dr. Halldórsson  til Vesturheims og settist að í Park River og var þar til dauðadags. Hann dó 19. október, 1911, 57 ára að aldri. Dr. Halldórsson hafði óbilandi starfsþrek, og var hann mjög vel látinn af Norðmönnum jafnt sem Íslendingum í sýslum norðurhluta Dakotaríkis. Hann tók talsverðan þátt í pólitík og var kosinn “Coroner“ fyrir Walsh-sýslu og þjónaði þeirri stöðu í mörg ár. Eftir hann liggja mörg rit, bæði  læknisfræðileg og náttúrufræðisleg.“