Hjörleifur Traustason kom í Garðarbyggð með foreldrum sínum átta ára gamall árið 1883. Þar fékk hann alþýðuskólamenntun og ákvað að verða læknir. Hann fór til Grand Forks til frekara náms og stundaði þar háskólanám. Þar lauk hann prófi í læknisfræði og fór til Chicago þar sem hann starfaði einhver ár. Þaðan lá leið hans til Milwaukee í Wisconsin þar sem hann bjó lengstum. (SÍND)