Guðmundur Þórðarson

Vesturfarar

Guðmundur P Þórðarson fór ungur til Eyrarbakka þar sem hann vann í þrjú ár við verslun. Flutti þaðan til Kaupmannahafnar og lærði bakstur. Að því námi loknu flutti hann á Sauðárkrók þar sem hann vann sem bakari og seinna við sömu iðn á Ísafirði. Það lá því beinast við þegar hann fór vestur til Winnipeg árið 1887 að leggja þá iðn fyrir sig. Hann flutti í þorpið Deloraine þar sem hann bakaði og gekk vel. Flutti svo til Winnipeg og vann þar við eigið bakarí.

Deloraine var engin stórborg þegar Guðmundur og Jóhanna settust þar að en þarna bakaði hann sín fyrstu brauð í Manitoba. Mynd Prairie Towns