Sveinn Brynjólfsson

Vesturfarar

Sveinn Brynjólfsson gerðist umboðsmaður Kanadastjórnar á Íslandi árið 1891. Sama ár ferðaðist hann um helstu byggðir Íslendinga í Kanada svo hann mætti betur lýsa þeim fyrir áhugasömu fólki heima á Íslandi. Hann settist að í Winnipeg árið 1893 en var umboðsmaður á Íslandi á árunum 1901- 1903 og svo 1905 og virðist hafa ferðast þangað í þeim erindagerðum að kynna Vestur Kanada og annast flutninga fólks vestur þangað. Hann var lærður steinsmiður og fór fljótlega að kynna sér byggingariðnaðinn í borginni. Hann tók að sér byggingu ýmissa húsa í borginni, bæði íbúðarhúsnæði og vöruskemmur. Ein merkasta bygging hans i borginni var eflaust Warwick Apartments, sem reis árið 1909.

Warwick Apartments í Winnipeg.