Albert Kristjanson

Vesturfarar

Þegar kanadískir hermenn sneru aftur heim eftir Seinni heimstyrjöld stóð þeim til boða nám í búfræði og var Albert Kristjanson kennari. Þetta var á árunum 1950-1951 en að því loknu var Albert prófessor við háskóla í Washington, vestur við Kyrrahaf. Þar vann hann að rannsóknum á félagslegum kjörum eldri borgara og þar vann hann skýrslu sem vakti mikla athygli, ,,Study of the adjustment of the aged“.  Hann sneri í heimahagana árið 1959, settist að í Winnipeg og starfaði fyrir fylkisstjórnina sem félags- og hagfræðingur á árunum 1959-1967. Frá 1967 að starfslokum var hann prófessor í félagsfræði í Manitobahákóla.