
Linfield College Mynd Wikipedia
Jón Aðalsteinn Jónsson hóf háskólanám í Linfield College í McMinnville í Oregon. Þaðan lauk hann BA prófi árið 1926, M. A. prófi frá University of Washington í Seattle árið 1929 og doktorsprófi frá Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann kenndi mannkynssögu við Linfield College frá 1931 nema meðan á Seinni heimstyrjöldinni stóð. Hann skrifaði greinar í blöð og tímarit, bæði um sagnfræði og uppeldismál. Tvö rit hans voru Bricks without Straw, útgefið af Caxton Press árið 1938 og U.S. Army Forces in World War II, útgefið í Chicago árið 1958.