Sturla Jóhannsson ólst upp í Duluth í Minnesota og gekk þar í barna- og unglingaskóla. Hann ákvað að halda út á menntabrautina ogstundaði nám við University of Minnesota í St. Paul frá 1901 og lauk þaðan B.A. prófi árið 1905. Þaðan lá leið hans til Kaliforníu þar sem hann hóf nám í stjörnufræði við University of California í Berkeley og lauk þaðan doktorsprófi árið 1913. Hann var ráðinn hjálparkennari við skólann árið 1910, aðstoðarkennari árin 1918-1928 og prófessor í stjörnufræði 1928 til ársins 1950, gerður Professor Emeritus frá 1950. Hann skrifaði fjölda greina sem birtar voru í stjarnfræðilegum tímaritum og gaf út Orbits of Comets and minor planets 1907-1930.