Nautgriparækt:
Benedikt og Sigríður fluttu í Lundarbyggð árið 1901 og námu land austur af þorpinu Clarkleigh. Þau fluttu í þorpið árið 1912 þegar járnbraut var lögð þar um. Þar opnaði Benedikt verslun og pósthús. Jafnframt starfrækti hann mjólkurbú og keypti og seldi nautgripi. Á hveru hausti ferðaðist hann norður þar sem bændur stunduðu nautgriparækt, keypti af þeim gripi, rak til Clarkleigh og sendi með lest til Winnipeg og seldi þar. Árið 1918 leigði hann smáeyjuna Birch Island, norðarlega í Manitobavatni og hóf umfangsmikla nautgriprækt. Þau seldu búið við Clarkleigh og fluttu út í eyna. Á leiðinni þangað slaðaðist Benedikt illa, fótbrotnaði við að koma gripum sínum út í eyjuna. Sigríður fór áfram með fjögur börn sín en Sarah, elsta barnið kom föður sínum upp í hestvagn og flutti hann 40 km leið til Eriksdale. Þar var enga hjálp að fá en næsta dag fór lest þaðan til Winnipeg og komust þau þangað. Benedikt náði sér aldrei að fullu en þraukaði til ársins 1932 en þá flutti þau í þorpið Deerhorn. Þaðan lá svo leið þeirra til Lundar fáeinum árum seinna. Síðustu árin bjuggu þau svo í Winnipeg.