Þórarinn B Magnússon

Vesturfarar

Æskuheimilið í N. Dakota. Málverk eftir Þórarinn.

Þórarinn Björn Magnússon eða Thorarin Bjorn Snowfield fæddist í íslenskri sveit í N. Dakota þar sem flestir jafnaldrar hneigðust að búskap, kusu að feta í fótspor feðranna. Þórarinn valdi aðra leið, strax í barnæsku sýndi hann mikinn áhuga á myndlist, hann gerðist listamaður. Hann gekk í skóla í Mountain og til að hann gæti lært meir flutti fjölskyldan tímabundið til Minneapolis. Þaðan lá svo leið hans til New York þar sem hann gekk í listaskólann Art Students League. Hann fór aftur til Minneapolis og innritaðist í School of Art, nú Minneapolis College of Art and Design. Þótt hann lærði í fremstu listaskólum þá þótti hann frekar íhaldsamur listamaður, var tregur til að feta ókunnar slóðir. Það sem eftir hann liggur sýnir það vel en list hans er minnisvarði um liðna tíma á sléttu N. Dakota.