Daníel G Laxdal

Vesturfarar

Daníel Grímsson Laxdal Mynd SÍND

Daníel Grímsson Laxdal innritaðist í háskólann í Cecorah í Iowa árið 1883 og lauk þaðan prófi árið 1888. Réðst í vinnu á lögmannsstofu W. J. Kneeshaw þar sem hann nam lög. Tók hann fullnaðarpróf í þeim fræðum árið 1890. Opnaði lögmannsstofu með Magnúsi Brynjólfssyni í Cavalier sem þeir ráku saman einhver ár en Daníel réðst svo til hins opinbera og var um árabil umsjónarmaður opinberra landa.