Séra Guðmundur Árnason

Vesturfarar

Í ritinu ,,Framhald Á Sextíu Ára Afmælis Bók“ ,sem fjallar um sögu Álftavatns- og Grunnavatnsbyggða og gefin var út í Winnipeg árið 1950 segir um séra Guðmund Árnason á bls.189:

,,Séra Guðmundur var einn af allra vinsælustu leiðtogum Íslendinga vestan hafs. Hann var virtur af öllum fyrir prúðmennsku, hreinskilni og heilbrigð áhrif. Hann tók mikinn þátt í öllum félagsmálum Íslendinga. Hann var málsnjall og ráðhollur á öllum málstefnum og naut vináttu manna úr öllum flokkum og stéttum fram yfir aðra íslenzka leiðtoga. Hann var óefað einn hinna ritfærustu manna, á meðal Íslendinga vestra. Er talsvert til eftir hann af ritgerðum og þýddum sögum og einnig þó nokkuð af ljóðaþýðingum. En endurminningin um séra Guðmund mun lifa lengst, sem hins göfuga og trúfasta fræðimanns, er barðist hinni góðu baráttu fyrir frelsi og réttlæti.“