Ragnar varð hagfræðingur og alla ævi vann hann störf við hæfi. Í VÍÆ IV er um hann fjallar og þar segir:,,Árið 1955 lauk han Ph. D prófi í hagfræði við háskólann í Wisconsin. Var prófessor við ríkishákóla Suður Dakota í Brookings, S. D., 1955-1959 og stofnaði þar til alþjóðaráðstefnu um ráðstöfun á offramleiðslu hveitis og mættu á henni fulltrúar frá hveitilöndum. Kom aftur til Canada 1959 og hefur síðan verið hagfræðingur og umboðsmaður hjá Canadian Wheat Board. En starf umb.manna hennar, sem eru fimm að tölu, er fólgið í útvegun markaða fyrir hveiti hjá ýmsum þjóðum og gera samninga við þær um kornsölu fyrir hönd Canada. – Hann hefur ferðazt víða um Evrópu, Suður-Ameriku og Asíu þeirra erinda, meðal annars til Rússlands, Perú og Japan. Var hann t.d. einn af umboðsmönnum þeim, sem undirrituðu samning við Kína 1969 um hveitisölu, er nam 135 milljónum dollara.“