Björn F Jósafatsson

Vesturfarar

Björn bjó í Winnipeg síðasta áratug 19. aldar og tók þátt í útgáfu Heimskringlu. Útgefendur blaðsins lýstu yfir gjaldþroti í maí, 1897 og keypti þá Björn í félagi við Einar Ólafsson útgáfuréttinn svo og prentsmiðju. Fyrsta tölublaðið sem þeir gáfu út sá dagsins ljós 14. október, 1897, og ritstýrði Einar. Hann var síðan ritstjóri fram í mars, 1898 en þá tók Björn við. Sá hann einnig um útgáfuna og prentun þannig að hann gat aldrei beitt sér eingöngu að ritstjórn. Álagið var mikið og um haustið, 1898 seldi hann Baldvin L. Baldvinssyni blaðið og hvarf Björn aftur til N. Dakota.