Einar Hjörleifsson var fyrsti ritstjóri Lögbergs og gengdi því embætti til 28. febrúar, 1895. Um ritstjórn hans var þetta ritað:,,Einar setti strax sinn svip á blaðið, og hefur það að nokkru leyti haldið honum síðan. Eins og þegar hefur verið ritað, lét Einar sig miklu varða framtíð Íslendinga og íslenzkrar menningar hér í álfu, og þarf ekki að orðlengja það. En hann ritaði um flesta hluti. Í fyrsta árgangi Lögbergs eru ritstjórnargreinar eftir hannum þessi efni: sex um félagsskaparmál Íslendinga, sex um innflutning Íslendinga, tvær um menntun íslenzkra barna á barnaskólum hérlendis, ellefu um afstöðu Íslendinga gagnvart Canadamönnum, tuttu og ein um afstöðu þeirra til Íslands, fimmtán um efnahag og pólitík á Íslandi, tólf um íslenzkar bókmenntir og fjórtán um stjórnmál í Canada.“ (SÍV5 bls 24) Dr. Richard Beck skrifaði um Einar og sagði:,,Var Lögbergi, og vestur-íslenzkri blaðamensku í heild sinni, það ómetanlegur gróði, að Einar gerðist ritstjóri blaðsins og skipaði þann sess árum saman; því að það varð í höndum hans, eins og vænta mátti af jafn ritsnjöllum manni, hið prýðilegasta að rithætti og að sama skapi vandað og fjölbreytt að efni. Þá var vestur-íslenzkur menningar og þjóðernismálum ekki síður stórhagur að því, að Einar dvaldist og vann að ritstörfum árum saman í Winnipeg“.