Albert K Jónsson

Vesturfarar

Myndin sýnir húsið í dag á horni Young St og Sargent Ave.

Albert K Jónsson undi hag sínum vel frá upphafi í Winnipeg. Þangað kom hann árið 1887 og vann þar ýmis verslunarstörf til að byrja með en þegar Lögberg hóf göngu sína kom hann að prentun blaðsins. Verlsun og viðskipti áttu samt hug hans allan og ekki leið á löngu þar til hann opnaði eigin kjötverslun í borginni. Hagnaðist hann ágætlega á henni og færði því næst út kvíarnar og hóf fasteignasölu. Hann reisti mikið hús á horni Young St og Sargent Ave árið 1905 sem þá var talið eitt stærsta hús sinnar tegundar sem Íslendingur hafði byggt í Winnipeg. Á jarðhæð voru verslanir en íbúðir á hæðunum.